Viltu horfa á NFL í HD gæðum í vetur?

Loksins geta NFL aðdáendur horft á NFL í frábærum gæðum! Ekki lengur þarftu að bíða vikum saman eftir að Stöð 2 Sport sýnir leiki, þú þarft heldur ekki lengur að horfa á höktandi eða óskýra útsendingu á netinu.

NFL Gamepass HD er málið fyrir alla NFL aðdáendur.  Þið getið prufað demoið sem er hægt að nálgast á tenglinum hér að neðan og athugað hvort þið séuð með nógu góða nettengingu fyrir Gamepass HD.

Þetta kostar þó 240 dollara fyrir allt tímabilið og er hægt að horfa á alla leiki, hvenar sem þið viljið og hægt er að horfa á 4 leiki í BEINNI á sama tíma.  Að auki eru þættir frá NFL Network og margt fleira.  Ég keypti þennan pakka í nótt og get sagt að þetta þrælvirkar.  Nú get ég sparað mér 4.900 á mánuði sem ég borga fyrir NFL á Stöð 2 Sport.

http://www.nfl.com/gamepass

Sjáið hér að neðan!

Game Pass HD

New and improved Game Pass with higher quality video and more features!

  • Watch live broadcasts of regular season games in HD
  • Follow up to 4 games simultaneously
  • Pause and rewind live action with DVR controls
  • Access game archives anytime during your subscription
  • Access live in-game stats
  • Chat with fellow NFL fans around the world
  • Compete against International NFL fans in a fantasy game
  • Watch NFL Network shows and segments
  • Minimum System Requirements

NFL Deildin í Vetur! Hvar er hægt að horfa?

Fyrir þá sem eru með Stöð 2 Sport til að horfa á NFL í vetur verða fyrir vonbrigðum, samkvæmt dagskrá þeirra í september er aðeins leikur New York Jets vs New England Patriots í beinni útsendingu þar.  Ekki voru þeir að standa sig í kvöld að sýna í fyrsta leik NFL deildarinnar 2008 og ekki sýna þeir neitt um helgina.

Við vorum búnir að segja frá því að leikurinn í kvöld yrði sýndur beint á NFL.com líkt og var oft gert á síðasta ári en nú er það ekki lengur hægt vegna þess að Stöð 2 Sport á réttinn að NFL á Íslandi.   Ég hef oft spurt þá að því af hverju þeir eru með einkaréttinn því þeir sinna þessari íþrótt ekki neitt sem er synd.

NFL aðdáendur geta annaðhvort horft á leiki frítt í gegnum myp2p síðunni og þurfa þar forritt á borð við TVU, Sopcast og fleiri.  Einnig geta þeir keypt GamePass og geta þá horft á alla leiki beint en það kostar um 210 dollara og eru gæðin víst nokkuð góð.  Svo er auðvitað hægt að kaupa sér áskrift af Sky Sports en það hafa fjölmargir NFL aðdáendur gert.

Stöð 2 Sport mætti taka dönsku rásina Danish Delight til fyrirmyndar. Frábær umgjörð og nánast engin auglýsingahlé heldur umræður um deildina á meðan það eru auglýsingar vestanhafst.  Danirnir sýna stöð 2 sport hvernig á að gera hlutina.

Þú þarft TVU forritið til að ná leiknum.  Tengill á leikinn hér


Washington@New York Giants - Beint á www.nfl.com í kvöld -

Vika 1: Leikur umferðarinnarReply with quote


Leikur umferðarinnar að þessu sinni er viðureign New York Giants og Washington Redskins í New York borg. Bæði þessi lið leika í NFC-East riðlinum og er því um „granna“-slag að ræða. Við skulum aðeins kynnast þessum liðum.



Því næst skulum við kynna okkur völlinn sem keppt verður á.



Eins og áður segir leika liðin í sama riðlinum, NFC-East og lokastaðan í honum í fyrra var svona:



Ljóst er að leikurinn mun vera æsispennandi þar sem um er að ræða tvö jöfn lið. Við skulum næst lýta á þjálfara og leikstjórnendur liðanna.





Að lokum má benda á tvær síður á NFL.om
Annars vegar almenna síðu um leikinn.
Hins vegar síðu þar sem skoðaðar eru fimm síðustu viðureignir liðanna.

NFL Deildin hefst í kvöld - Vertu með í skemmtilegri Gisk-Keppni

NFL Deildin hefst í kvöld með leik Washington Redskins@New York Giants og verður mikið um dýrðir í New York í kvöld en það er alltaf stór dagur þegar NFL deildin hefst.

Öllum gefst tækifæri í að vera með í einfaldri og auðveldri gisk-keppni í gegnum ESPN

Smelltu á Tengilinn HÉR síðan skráir þú þig hjá espn og Join Group

Meira af opnunarhátið NFL seinna í dag.

 

ATH:Við erum á blogg.visir.is/nfl en erum að hugsa um að færa bloggið alfarið yfir á mbl.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband