NFL Deildin í Vetur! Hvar er hægt að horfa?

Fyrir þá sem eru með Stöð 2 Sport til að horfa á NFL í vetur verða fyrir vonbrigðum, samkvæmt dagskrá þeirra í september er aðeins leikur New York Jets vs New England Patriots í beinni útsendingu þar.  Ekki voru þeir að standa sig í kvöld að sýna í fyrsta leik NFL deildarinnar 2008 og ekki sýna þeir neitt um helgina.

Við vorum búnir að segja frá því að leikurinn í kvöld yrði sýndur beint á NFL.com líkt og var oft gert á síðasta ári en nú er það ekki lengur hægt vegna þess að Stöð 2 Sport á réttinn að NFL á Íslandi.   Ég hef oft spurt þá að því af hverju þeir eru með einkaréttinn því þeir sinna þessari íþrótt ekki neitt sem er synd.

NFL aðdáendur geta annaðhvort horft á leiki frítt í gegnum myp2p síðunni og þurfa þar forritt á borð við TVU, Sopcast og fleiri.  Einnig geta þeir keypt GamePass og geta þá horft á alla leiki beint en það kostar um 210 dollara og eru gæðin víst nokkuð góð.  Svo er auðvitað hægt að kaupa sér áskrift af Sky Sports en það hafa fjölmargir NFL aðdáendur gert.

Stöð 2 Sport mætti taka dönsku rásina Danish Delight til fyrirmyndar. Frábær umgjörð og nánast engin auglýsingahlé heldur umræður um deildina á meðan það eru auglýsingar vestanhafst.  Danirnir sýna stöð 2 sport hvernig á að gera hlutina.

Þú þarft TVU forritið til að ná leiknum.  Tengill á leikinn hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband