Dæmi um hækkun: 10 ísstangir í pakka, var 330 kr en nú 735 kr.
28.1.2009 | 22:18
Frábært hjá þessum hóp að gera þetta því verðlagið í krónunni er fáránlegt og er jafnvel nótatún ódýrari. Ég á 7 ára strák sem elskar ís, ég hef í nokkur ár keypt Emmess ísstangir eða snjókarlaís eins og hann kallar það. Fyrir ári síðan kostaði þessi ís 259 krónur, síðasta haust var þetta komið í um 330 krónur hvort sem það var í bónus eða krónunni.
Fyrir um tveim vikum ætlaði ég að kaupa þennan ís í krónunni í Hafnarfirði en blöskraði verðið. 735 krónur og ég skoðaði aðrar vörur þá sem voru óeðlilega háar, fór þaðan í Nóatún sem er í höndum sömu eigenda og þar kostaði þessi ís 698 krónur. Hann kostar 435 í Bónus í dag en annars versla ég yfirleitt í Fjarðarkaup og er margt ódýrara þar en t.d. í bónus.
Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamálið er hvernig Íslenskir birgjar og verslanir verðmerkja vörur...
Það er gert útfrá %
Þannig að vara sem kostar 100 krónur í innkaupum kostar kannski 200 krónur í sölu og í því verði á að vera kostnaður sem þarf til að reka búðina og borga fólki laun og ýmislegt annað.
Það svo sem gerist þegar krónan hrynur er að varan kostar kannski 200 krónur í innkaupum og hún fer þá sjálfkrafa upp í 400 krónur í sölu þó að eina raunverulega hækkunin er á vörunni sjálfri en ekki annar rekstrarkostnaður.
Hækkunin ætti að vera 100 krónur og varan myndi þá hækka í 300...en svo er það ekki.
Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:04
verzlaðu bara í Bónus Jónas
Jón Snæbjörnsson, 30.1.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.